Ný rétt tekin í notkun í Deildardal

Halldór Þ. Ólafsson réttarstjóri fylgist með fyrstu kindunum koma inn …
Halldór Þ. Ólafsson réttarstjóri fylgist með fyrstu kindunum koma inn í réttina. mbl.is/Örn Þórarinsson

Í dag var smalað kindum í Deildardal í Skagafirði og jafnframt var ný fjárrétt tekin í notkun. Af því tilefni flutti séra Gunnar Jóhannesson stutta hugvekju og blessaði mannvirkið. Fjölmenni kom í fjárréttina í dag og voru kaffiveitingar fyrir alla sem vildu í boði fjallskiladeildar.

Smíði nýju réttarinnar hófst í vor en í fyrrahaust var gömul rétt ónýt brotin niður. Sú nýja er úr timbri en uppistöður og grindur úr járni. Almenn ánægja er með þetta nýja mannvirki sem þykir vandað og frágangur góður, samkvæmt frétt frá Erni Þórarinssyni fréttaritara Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert