Ólafur Ragnar talar fyrir framboði Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra boðaði í gær að auk­inn kraft­ur yrði lagður í bar­átt­una fyr­ir sæti í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna. For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, tek­ur nú bein­an og öfl­ug­an þátt í þessu átaki en hann nýtti heim­sókn sína til New York í vik­unni í til­efni opn­un­ar skrif­stofu Glitn­is þar í borg til funda­halda.

Hjálm­ar W. Hann­es­son, fasta­full­trúi Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum, staðfest­ir að for­set­inn hafi fundað með sendi­herr­um Afr­ík­u­sam­bands­ins en at­kvæði ríkja Afr­íku gætu skipt sköp­um þegar á hólm­inn er komið. Þá fundaði for­set­inn með sendi­herr­um Ar­ab­a­banda­lags­ins sem og full­trú­um sam­bands Karíbahafs­ríkja.

Loks flutti Ólaf­ur Ragn­ar fræðileg­an fyr­ir­lest­ur á fundi Alþjóðafriðaraka­demí­unn­ar sem einkum sóttu full­trú­ar frá sam­bandi smáríkja. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra verður sjálf á ferð í New York síðar í mánuðinum í þeim til­gangi að reyna að afla fram­boði Íslands stuðnings.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert