Ólafur Ragnar talar fyrir framboði Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði í gær að aukinn kraftur yrði lagður í baráttuna fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur nú beinan og öflugan þátt í þessu átaki en hann nýtti heimsókn sína til New York í vikunni í tilefni opnunar skrifstofu Glitnis þar í borg til fundahalda.

Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, staðfestir að forsetinn hafi fundað með sendiherrum Afríkusambandsins en atkvæði ríkja Afríku gætu skipt sköpum þegar á hólminn er komið. Þá fundaði forsetinn með sendiherrum Arababandalagsins sem og fulltrúum sambands Karíbahafsríkja.

Loks flutti Ólafur Ragnar fræðilegan fyrirlestur á fundi Alþjóðafriðarakademíunnar sem einkum sóttu fulltrúar frá sambandi smáríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra verður sjálf á ferð í New York síðar í mánuðinum í þeim tilgangi að reyna að afla framboði Íslands stuðnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka