Rússar vilja öryggissamstarf við Íslendinga

Rússnesk stjórnvöld hafa boðist til að hefja viðræður við Íslendinga um öryggis- og björgunarmál á Norður-Atlantshafi. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að sendiherra Rússlands hefði kynnt utanríkisráðherra tilboðið í júní.

Grétar Már vildi ekki greina frá því í hverju tilboðið fælist og sagði að Rússar hefðu aðeins sett fram ákveðnar hugmyndir en ekki neinar mótaðar tillögur. Málið væri í skoðun í ráðuneytinu.

Segjast engin svör hafa fengið
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor I. Tatarintsev, skýrði frá tilboðinu á opnum fundi í Mír-salnum á fimmtudagskvöld. Gætti nokkurrar gremju í máli sendiherrans vegna þess að Rússar hafa ekki fengið svör við tilboðinu frá íslenskum stjórnvöldum, að því er fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert