Svindl með strætókort stóreykst

mbl.is/ÞÖK
Eftir Abert Örn Eyþórsson - albert@bladid.net
Sérstakur eftirlitsmaður hóf störf í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins fyrir fimm dögum. Á þeim tíma hafa fjölmörg strætókort verið gerð upptæk og er umfang svindls með kortin mun meira en búist var við.

Margt virðist vera reynt til að komast hjá því að greiða fargjaldið. Fólk skiptist á kortum, blekkir vísvitandi vagnstjóra og stöku einstaklingar ganga svo langt að búa til nákvæmar eftirlíkingar af löggiltum kortum.

Ekki liggur fyrir nákvæmur fjöldi þeirra strætisvagnakorta sem gerð hafa verið upptæk en þau skiptu fleiri tugum í síðustu viku.

Viðurlög fyrir svindl með strætisvagnakort eru ströng. Kortið er tekið af viðkomandi og getur eigandi þess fengið það aftur gegn 10 þúsund króna þóknun en aðeins einu sinni. Eftir það fyrirgerir hann rétti sínum.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert