Aðstöðu komið upp til bráðabirgða í Gistiskýlinu

Kaffistofa Samhjálpar verður rifin.
Kaffistofa Samhjálpar verður rifin.
Eftir Silju Björk Huldudóttur

silja@mbl.is

Komið hefur verið upp aðstöðu til bráðabirgða fyrir skjólstæðinga kaffistofunnar. Að sögn Heiðars Guðnasonar, forstöðumanns Samhjálpar, verður Gistiskýlið frá og með gærdeginum opið milli kl. 12-14 á daginn og þaðan afgreiddur matur til allra þeirra sem þangað leita. "Þetta er bráðabirgðalausn, en við höfum gjarnan viljað finna aðra lausn, því húsnæðið hentar ekki vel," segir Heiðar og bendir á að stigar séu þröngir, aðeins sé hægt að afgreiða um 15 manns í einu, en talið er að um 60-70 manns reiði sig daglega á máltíðir hjá kaffistofunni.

Aðspurður hvort skjólstæðingar kaffistofunnar hafi fengið upplýsingar um flutning hennar inn í Gistiskýlið tímabundið segir Heiðar upplýsingarnar berast býsna hratt meðal manna á götunni. "Hins vegar eru ekki allir gestir kaffistofunnar á götunni og því má búast við að það taki einhverja daga fyrir alla skjólstæðinga okkar að frétta af nýrri staðsetningu," segir Heiðar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert