Bæjarstjóri Kópavogs hefur áhyggjur af hlutafélagavæðingu OR

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur áhyggur af því að Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt í hlutafélag og hugsanlegum íþyngjandi áhrifum þess á íbúa Kópavogs. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að Gunnar hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur bréf þar sem hann óskar eftir viðræðum um málið.

Gunnar sagði, að breytingar hefðu orðið á samskiptum bæjarins við Orkuveituna undanfarið og þau stefni hreinlega í óefni en OR dreifir heitu vatni og rafmagni til Kópavogs. Gunnar fer einnig fram á að hugsanleg yfirtaka Kópavogsbæjar á veitukerfum innan sveitarfélagsins verði rædd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert