Frábærar undirtektir á tónleikum Kristjáns: "Ég elska þig, mamma"

Kristján, gríska sópransöngkonan Sofia Mitropoulos og Ítalinn Corrado Cappitta, baritón,
Kristján, gríska sópransöngkonan Sofia Mitropoulos og Ítalinn Corrado Cappitta, baritón, mbl.is/Skapti

Kristján Jóhannsson óperusöngvari hélt móður sinni eftirminnilega afmælistónleika í íþróttahöllinni á Akureyri gær. Fanney Oddgeirsdóttir verður níræð 14. þessa mánaðar og af því tilefni kom Kristján fram í sínum gamla heimabæ á tónleikum sem hann kallaði Fyrir mömmu, ásamt grísku sópransöngkonunni Sofiu Mitropoulos, ítalska barítóninum Corrado Cappitta og Sinóníuhljómsveit Norðurlands, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar við geysigóðar undirtektir 1.500 áhorfenda. "Ég elska þig, mamma," sagði Kristján þegar hann í lok tónleikanna færði móður sinni blómvönd og kyssti hana á kinnina.

Sjá nánar í Morgunblaðinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert