Gleðilega bókmenntahátíð

Bókmenntahátíð í Reykjavík hófst í gær, hana sækja fjölmargir áhugaverðir höfundar og skáld. Nóbelsskáldið J. M Coetzee las til dæmis úr verkum sínum í Iðnó í gærkvöldi en hann mun einnig halda fyrirlestur á hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan fjögur á miðvikudaginn kemur. Sómalski höfundurinn Ayaan Hirsi Ali las einnig úr verkum sínum í gær en hún hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.

Megináhersla hátíðarinnar að þessu sinni eru þýðingar og hefur fjölda erlendra þýðenda verið boðið á hátíðna og verður haldið málþing um þýðingar á laugardaginn kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert