Samkvæmt bráðabirgðatölum frá SAM var mjólkurinnlegg í samlög innan þeirra raða rúmlega 123,6 milljónir lítra á nýliðnu verðlagsári, sem lauk 31. ágúst sl. Sé innvigtun til Mjólku ehf bætt við, má gera ráð fyrir að heildarmjólkurframleiðslan hafi verið um 125 milljónir lítra, sem er met. Fara þarf nærri 30 ár aftur í tímann til að finna viðlíka framleiðslu, en á almanaksárinu 1978 losaði framleiðslan 120 milljónir lítra. Þetta kemur fram á vef Landsambands kúabænda.