Mikael hættir hjá Birtíngi

Mikael Torfason er hættur störfum hjá útgáfufélaginu Birtíngi en hann var aðalritstjóri tímarita hjá félaginu. Fram kemur á vef Mannlífs, eins af tímaritum Birtíngs, að Mikael hafi samið um starfslok sín í morgun en hann láti af störfum að eigin ósk.

Á vef Mannlífs kemur fram að Þórarinn Þórarinsson hefur tekið við ritstjórn Mannlífs af Reyni Traustasyni sem réði sig sem annan tveggja ritstjóra DV fyrir skömmu. Þá hefur Loftur Atli Eiríksson verið ráðinn ritstjóri Séð og heyrt í stað Mikaels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert