Sálumessa fyrir Pavarotti

Feðgarnir Garðar Thór Cortes og Garðar Cortes sóttu sálumessuna í …
Feðgarnir Garðar Thór Cortes og Garðar Cortes sóttu sálumessuna í dag. mbl.is/Sverrir

Sálu­messa til minn­ing­ar um Luciano Pavarotti var sung­in í Dóm­kirkj­unni í Landa­koti síðdeg­is í dag. Ítalsk­ir og ís­lensk­ir tón­list­ar­menn fluttu tónlist úr ít­ölsk­um óper­um. Þeirra á meðal voru Diddú, Pamela De Sensi, Jó­hann Friðgeir Valdi­mars­son og Leo­ne Tinga­nelli.

Það var Italia Azzurra, fé­lag Ítala á Íslandi, sem stend­ur á bak við tón­leik­ana. Þeir sem vilja votta Luciano Pavarotti virðingu sína geta ritað nafn sitt í sér­staka minn­inga­bók, sem mun liggja frammi í Landa­kots­kirkju og á aðalræðis­skrif­stofu Ítal­íu að Lauga­vegi 71.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert