Skúta í vandræðum vegna vélarbilunar

Pólska skútan undan Reykjanesi í dag. Léttabátur varðskipsins Týs var …
Pólska skútan undan Reykjanesi í dag. Léttabátur varðskipsins Týs var með skútuna í eftirdragi. mynd/Landhelgisgæslan

Pólsk skúta lenti í vandræðum vegna vélarbilunar utan við Reykjanes í dag og óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að komast til hafnar. Að sögn Landhelgisgæslunnar er ekki talin vera hætta á ferðum en seglabúnaður skútunnar mun einnig vera bilaður. Léttabátur varðskipsins Týs er að draga skútuna til Keflavíkur.

Skipstjóri skútunnar kallaði eftir hjálp á rás 16 þar sem skútan var vélarvana með rifin segl.  Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði þegar eftir aðstoð nærstaddra skipa.  Varðskipið Týr var skammt undan og hélt strax á svæðið.

Níu manns voru um borð í skútunni og eru þeir allir heilir á húfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka