sunna@mbl.is
Innflutningurá uppstoppuðum dýrum og dýrahlutum sem falla undir verndarsvið laga um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu, hefur stóraukist hér á landi sl. ár. Hægt er að fá leyfi til að flytja slíkt inn til landsins og hefur útgefnum leyfum Umhverfisstofnunar vegna þessa fjölgað mikið, eða úr innan við tíu árið 2004 í 27 það sem af er þessu ári. Þá ber einnig á því að fólk flytji slíka hluti inn án leyfa, en yfirleitt er það af gáleysi.
Dæmi um hluti sem fluttir hafa verið inn án tilskilinna leyfa eru m.a. dýraskinn, s.s. af tígrisdýrum, ísbjörnum og sebrahestum, skór úr slönguskinni og stytta úr fílabeini. Hefur Umhverfisstofnun gert um 30 slíka hluti upptæka frá gildistöku reglugerðarinnar árið 2004. Líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Þá virðast ekki allir gera sér grein fyrir að ýmsar skeljar og kórallar, sem eru til sölu á sólarströndum, eru í útrýmingarhættu og þarfnast innflutningsleyfa. Á síðasta ári var flutt hingað til lands uppstoppað eyðimerkurljón (dwlia caracal) án leyfis. Það er nú í glerkassa í Leifsstöð, öðrum innflytjendum til áminningar.
Sjá nánar í Morgunblaðinu.