Slönguskór í leyfisleysi

Eyðimerkurljón sem er til sýnis í Leifsstöð
Eyðimerkurljón sem er til sýnis í Leifsstöð V'ikurfréttir
Eft­ir Sunnu Ósk Loga­dótt­ur

sunna@mbl.is

Inn­flutn­ingurá upp­stoppuðum dýr­um og dýra­hlut­um sem falla und­ir vernd­ar­svið laga um alþjóðaversl­un með teg­und­ir villtra dýra og plantna í út­rým­ing­ar­hættu, hef­ur stór­auk­ist hér á landi sl. ár. Hægt er að fá leyfi til að flytja slíkt inn til lands­ins og hef­ur út­gefn­um leyf­um Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna þessa fjölgað mikið, eða úr inn­an við tíu árið 2004 í 27 það sem af er þessu ári. Þá ber einnig á því að fólk flytji slíka hluti inn án leyfa, en yf­ir­leitt er það af gá­leysi.

Dæmi um hluti sem flutt­ir hafa verið inn án til­skil­inna leyfa eru m.a. dýra­skinn, s.s. af tígr­is­dýr­um, ís­björn­um og sebra­hest­um, skór úr slöngu­skinni og stytta úr fíla­beini. Hef­ur Um­hverf­is­stofn­un gert um 30 slíka hluti upp­tæka frá gildis­töku reglu­gerðar­inn­ar árið 2004. Lík­lega er það aðeins topp­ur­inn á ís­jak­an­um. Þá virðast ekki all­ir gera sér grein fyr­ir að ýms­ar skelj­ar og kór­all­ar, sem eru til sölu á sól­ar­strönd­um, eru í út­rým­ing­ar­hættu og þarfn­ast inn­flutn­ings­leyfa. Á síðasta ári var flutt hingað til lands upp­stoppað eyðimerk­ur­ljón (dwlia caracal) án leyf­is. Það er nú í gler­kassa í Leifs­stöð, öðrum inn­flytj­end­um til áminn­ing­ar.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert