Stuðningur við ESB-aðild eykst

Um 48% Íslend­inga segj­ast hlynnt­ir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu en 33% eru and­víg­ir. Þetta kem­ur fram í könn­un Capacent fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins. Í sams­kon­ar könn­un sem gerð var í fe­brú­ar voru 43% aðspurðra hlynnt aðild en 34% and­víg. Óákveðnum hef­ur fækkað milli kann­ana.

Capacent Gallup ger­ir reglu­lega kann­an­ir fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins um viðhorf lands­manna til Evr­ópu­mála. Sú síðasta í röðinni var gerð dag­ana 15. til 27. ág­úst.

Í könn­un­inni var einnig spurt hvort viðkom­andi væru and­víg­ir eða hlynnt­ir því að taka upp aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Sögðust 58,6% vera hlynnt­ir því en 26,4% voru and­víg­ir.

Fram kem­ur á vefsvæði Sam­taka iðnaðar­ins, að meiri­hluti sé fyr­ir því meðal stuðnings­manna fjög­urra stærstu stjórn­mála­flokk­anna, að taka upp aðild­ar­viðræður við ESB. Þannig séu 63% stuðnings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins hlynnt viðræðum en 28% and­víg. 50% stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins séu hlynnt viðræðum en 33% and­víg. 80% stuðnings­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar séu hlynnt ESB-viðræðum en 11% and­víg og 52% stuðnings­manna Vinstri grænna vilji viðræður en 36% séu and­víg.

Könn­un­in var gerð 15. til 27. ág­úst. Úrtakið var 1350 manns á öllu land­inu á aldr­in­um 16-75 ára en svar­hlut­fall var 62%.

Könn­un­in í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert