33 sóttu um eina lóð á Húsavík

Í dag var verið að steypa í grunnana sem Þorgrímur …
Í dag var verið að steypa í grunnana sem Þorgrímur ehf. á við Stakkholt. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings í morgun voru til umfjöllunar umsóknir um fjórar íbúðarlóðir á Húsavík en þær voru auglýstar nýlega. Alls voru fjörutíu og tvær umsóknir um lóðirnar, ein þeirra var sýnu vinsælust en um hana sóttu þrjátíu og þrír. Í þeim tilfellum þar sem umsækjendur voru fleiri en einn var spilastokkur tekinn fram og dregið um hver hneppti hnossið.

Bjartsýni virðist ríkja á Húsavík, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins þar í bæ, því fleiri íbúðarhús eru nú í byggingu í bænum en dæmi eru um í langan tíma. Til að mynda skrifaði Þorgrímur ehf. á Húsavík á dögunum undir samning við Loftorku ehf. á Akureyri um kaup á forsteyptum einingum í fimm íbúðarhús . Þessi hús munu standa við Stakkholt og undanfarna daga hefur verið unnið að því að ganga frá grunnum húsanna.

En það er ekki bara vilji til íbúðabyggingar á Húsavík því fyrirtæki hafa einnig verið að sækja um lóðir sem og leyfi til að byggja við húsakost sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert