„Örvhentur og ólyginn veðurfræðingur óskast, allt að tíföld laun í boði," segir í auglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar auglýsir Valdimar Benediktsson, verktaki á Egilsstöðum, eftir sjónvarpsveðurfréttamanni sem treystir sér til að standa vestanmegin við Íslandskortið.
„Veðurfræðingar í sjónvarpi skyggja oft á Austurlandshluta Íslandskortsins," segir Valdimar og finnst nóg komið af feluleiknum með Austurland.
Nánar er rætt við hann í Morgunblaðinu í dag.