Húsnæði fundið

Kaffistofa Samhjálpar verður nú rifin.
Kaffistofa Samhjálpar verður nú rifin.

Samhjálp og Reykjavíkurborg hafa fundið og sæst á framtíðarhúsnæði fyrir kaffistofu Samhjálpar en Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, vildi í gær ekki greina frá því hvar henni hefði verið valinn staður. Vonast er til að hún verði opnuð eftir tvær til þrjár vikur.

"Þetta er húsnæði á hentugum stað, það er laust og hægt að koma því í stand þannig að þar geti kaffistofan verið til framtíðar," sagði Jórunn. Áður en greint yrði frá staðarvalinu í fjölmiðlum yrði málið kynnt í nágrenni kaffistofunnar.

Um 60-70 manns hafa reitt sig á máltíðir á kaffistofu Samhjálpar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert