Mikill hiti í flugþjónum

Frá fundi flugliða í gærkvöldi
Frá fundi flugliða í gærkvöldi mbl.is/Árni Sæberg

Afar fjöl­menn­um fé­lags­fundi Flug­freyju­fé­lags Íslands lauk ekki fyrr en seint á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi. Þar var að sögn Sigrún­ar Jóns­dótt­ur, for­manns fé­lags­ins, gríðarlega góð stemn­ing og nán­ast áþreif­an­leg.

Um 160 flug­freyj­ur og -þjón­ar sóttu fund­inn en í ág­úst­mánuði voru 605 flugþjón­ar á launa­skrá Icelanda­ir. „Það er mik­il samstaða inn­an hóps­ins," sagði Sigrún og bætti við að á fund­in­um hefði m.a. verið samþykkt álykt­un og upp­sagn­irn­ar harmaðar. Auk þess var samþykkt að fara að for­dæmi Fé­lags ís­lenskra flug­manna og vinna ekki um­fram vinnu­skyldu.

Sigrún greindi einnig frá því að rætt hefði verið við stjórn­end­ur Icelanda­ir um mót­vægisaðgerðir, s.s. að þeim sem ekki hef­ur verið sagt upp verði boðið að taka sér frí, launa­laust leyfi eða minnka við sig starfs­hlut­fall í des­em­ber til mars. Von­ast er til að ástandið verði betra frá apr­íl­mánuði.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka