Nýr eigandi að Parketi & Gólfi

Þórður Birgir Bogason.
Þórður Birgir Bogason.

Þórður Birgir Bogason hefur keypt fyrirtækið Parket & Gólf af fjölskyldu Ómars Friðþjófssonar, stofnanda fyrirtækisins. Verslunin, sem er til húsa í Ármúla 23 í Reykjavík, var fyrst opnuð 1985.

Fram kemur í tilkynningu, að starfsmenn Parkets & Gólfs, 15 talsins, starfi allir áfram hjá fyrirtækinu.

Þórður Birgir Bogason er verkfræðingur að mennt. Áður en hann keypti Parket & Gólf starfaði hann sem forstjóri MEST. Þar áður starfaði hann fyrir Samskipum í Þýskalandi og Hollandi, samtals í um 10 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert