Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á konu, en maðurinn réðist á konuna í verslun á Höfn í júlí í fyrra, sló hana nokkur hnefahögg í andlitið og sparkaði í hana þar sem hún lá á gólfinu. Konan fékk áverka á andliti.

Maðurinn játaði brot sitt. Segir í dómnum, að það sé virt honum til refsimildunar og einnig, að konan hafi átt, samkvæmt gögnum málsins, upptök að árásinni með ertingum. Á hinn bóginn verði að líta til þess, að árásin var mjög harkaleg og til þess fallin að valda meira tjóni en raun varð á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert