Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á konu, en maðurinn réðist á konuna í verslun á Höfn í júlí í fyrra, sló hana nokkur hnefahögg í andlitið og sparkaði í hana þar sem hún lá á gólfinu. Konan fékk áverka á andliti.
Maðurinn játaði brot sitt. Segir í dómnum, að það sé virt honum til refsimildunar og einnig, að konan hafi átt, samkvæmt gögnum málsins, upptök að árásinni með ertingum. Á hinn bóginn verði að líta til þess, að árásin var mjög harkaleg og til þess fallin að valda meira tjóni en raun varð á.