Tæplega 15 þúsund útlendingar fengu úthlutað kennitölu á einu ári

Alþjóðahúsið við Hverfisgötu
Alþjóðahúsið við Hverfisgötu mbl.is/Sverrir

Alls fengu 14.925 útlendingar úthlutað kennitölum frá 1. ágúst 2006 til 31. júlí 2007 samkvæmt skrá Þjóðskrár. Langflestir þeirra sem fengu kennitölu á ofangreindu tímabili, eða 7.665, hafa pólskt ríkisfang, 994 koma frá Litháen, 594 frá Þýskalandi og 520 frá Lettlandi. Þetta kemur fram í vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem kom út í dag.

Þjóðskrá hefur í meira en tuttugu ár haldið sérstaka skrá vegna útgáfu kennitalna til útlendinga sem ekki hafa tekið upp fasta búsetu hér á landi eða hyggjast ekki gera það. fái útlendingar á þessari skrá aftur á móti útgefið dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun eru þeir færðir úr skránni yfir á íbúaskrá Þjóðskrár og eru þá komnir með lögheimili hér á landi. Skráin hefur alla tíð verið notuð jöfnum höndum vegna útgáfu kennitalna til útlendinga sem komið hafa til starfa hér á landi um skamman tíma og vegna þátttöku útlendinga í íslensku viðskiptalífi, óháð því hvort þeir dveljast hér eða ekki.

Vegna aukins þunga í útgáfu kennitalna ákvað Þjóðskrá á síðasta ári að vinna ýmsar tölfræðiupplýsingar um þennan hóp, s.s. frá hvaða löndum fólk kæmi, af hvoru kyninu það væri og hverjir ílentust.

Mun fleiri karlar en konur fá íslenska kennitölu

Kynjahlutfall þeirra sem fengu íslenska kennitölu á tímabilinu skiptist þannig að karlar, 18 ára og eldri, voru 10.065 og konur voru 4.066. Börn 17 ára og yngri voru 794. flestir eru fæddir á árabilinu 1977-1986 eða 6.358 talsins. flestir hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu eða 7.002, 1.709 eru á Austurlandi og 3.825 á öðrum landsvæðum. Þá voru gefnar út kennitölur fyrir 2.389 manns erlendis.

Af þeim sem fengu kennitölu á tímabilinu í heild hafa 4.708 síðan fengið lögheimili skráð hér á landi, eða 32%. sé hins vegar litið til fyrstu sex mánaðanna hefur tæplega helmingur fengið skráð lögheimili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert