Engin kona er starfandi slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir 4-5 árum voru þær hins vegar tvær. Konur eru hvattar til þess að sækja um í nýlegri auglýsingu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þorsteinn Karlsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt sæki mun færri konur en karlar um störf slökkviliðsmanna og auk þess hafi þær átt erfiðara með inntökuprófin.
„Prófin sem verðandi slökkviliðsmenn gangast undir eru erfið, á því er ekki vafi og þau eru að flestu leyti eins hvort sem um karla eða konur er að ræða. Þó eru gerðar eilítið minni kröfur til kvenna þegar kemur að styrkleikaprófinu. Við viljum fá konur til starfa," segir Þorsteinn.
Nánar í Blaðinu