Flugi Flugfélags Íslands til Vestmannaeyja hefur verið frestað og verður næst athugað með flug klukkan tvö síðdegis. Annað flug mun vera á áætlun. Mikil úrkoma er um landið og hvasst víða. Í Vestmannaeyjum hefur vindhraði mælst 28 metrar á sekúndu. Í nótt á að hvessa verulega á Vestfjörðum og færist hvassviðrið svo yfir landið og verður komið á S-Austurland síðdegis á morgun.