Fulltrúar Saving Iceland afhentu umhverfisráðherra áskorun

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Í dag er alþjóðadagur grasrótarhreyfinga gegn stóriðju. Í tilefni dagsins heimsóttu tveir fulltrúar hreyfingarinnar Saving Iceland Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og afhentu henni áskorun um að gera grein fyrir afstöðu sinni til stóriðju og einkum til virkjana í neðri hluta Þjórsár.

Þeir sem standa að þessum alþjóðlega mótmæladegi eru m.a. Saving Iceland, Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi, Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í Ástralíu. Allar þessar heyfingar eiga í höggi við sömu fyrirtækin en þar ber hátt nöfn eins og Rio-Tinto, Alcan og Alcoa, að því er segir i tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert