Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda

Geir Jón á Omega
Geir Jón á Omega
Eft­ir Frey Rögn­valds­son - freyrr@bla­did.net

Óeirðasegg­ir í miðbæn­um myndu láta af óæski­legri hegðun ef þeir hleyptu trú inn í líf sitt, seg­ir Geir Jón Þóris­son yf­ir­lög­regluþjónn sem vill gera trú­boða út af örk­inni.

Geir Jón sagði í viðtali á sjón­varps­stöðinni Omega að það væri heilla­væn­legri lausn að senda trú­boða út af örk­inni til að leysa miðborg­ar­vand­ann held­ur en að fjölga þar lög­regluþjón­um.

„Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lög­regl­unni í miðborg­inni og annað til að taka á óeirðaseggj­um, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum end­an­um; að láta þá kynn­ast Drottni og breyta um líf og lífs­hætti og verða góðir og gegn­ir þegn­ar [...] Það er lík­lega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trú­boð í miðbæn­um, ekki fjölga lög­reglu­mönn­um held­ur trú­boðum sem benda á þessa leið sem er út úr þessu myrkri," sagði Geir Jón.

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert