Hvönn hefur áhrif á bragð af lambakjöti

Hvannabeit hefur áhrif á bragð lambakjöts.
Hvannabeit hefur áhrif á bragð lambakjöts. mbl.is/Ómar

Niðurstaða rannsóknar, sem Matís hefur gert á lömbum frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalabyggð, er sú að það hefur áhrif á bragð af lambakjöti ef lömbunum er beitt á hvönn.

Um er að ræða samvinnuverkefni á vegum hjónanna í Ytri-Fagradal, Búnaðarsamtaka Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís. Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps hjá Matís reyndust hvannalömbin hafa meiri kryddlykt og kryddbragð í samanburði við lömb sem ganga í hefðbundu beitarlandi, en þau höfðu hið hefðbundna lambakjötsbragð. Stefnt er að frekari rannsóknum á þessu sviði á næstu misserum.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert