Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni

Umtöluð sjónvarpsauglýsing Símans um þriðju kynslóð farsíma, þar sem Jesú og lærisveinar hans eru í aðalhlutverkum var innkölluð í gær. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að framleiðandi auglýsingarinnar, Saga Film, innkallaði hana vegna galla en farsími með merki Vodafone, sást í auglýsingunni.

Á nærmynd af síma Júdasar sést glitta í merki Vodafone á skjánum og þar sést einnig ártalið 2007. Sjónvarpið sagði, að Síminn muni ekki birta þessa löngu útgáfu auglýsingarinnar á meðan Saga Film lagfærir hana heldur aðeins styttri útgáfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka