Mjólk ódýrari hérlendis en í Bretlandi

Hækkað mjólk­ur­verð í Bretlandi er nú farið að koma fram í verðlagi stór­markaðanna þar í landi. Á fimmtu­dag­inn hækkaði Asda verð á nýmjólk í 77 kr á lítra, einn af aðal keppi­naut­un­um, Tesco hækkaði verðið svo á sunnu­dag­inn í sömu upp­hæð. Hækk­un­in í báðum versl­un­um er 16,5%.

Þetta kem­ur fram á vef Lands­sam­bands kúa­bænda, naut.is, og er haft eft­ir Dairy Indus­try Newsletter í Bretlandi. Síðdeg­is í dag sé verð á nýmjólk­ur­lítra í versl­un Krón­unn­ar á Bílds­höfða 73 kr. Nýmjólk­in sé því ódýr­ari hér á landi en í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert