Hækkað mjólkurverð í Bretlandi er nú farið að koma fram í verðlagi stórmarkaðanna þar í landi. Á fimmtudaginn hækkaði Asda verð á nýmjólk í 77 kr á lítra, einn af aðal keppinautunum, Tesco hækkaði verðið svo á sunnudaginn í sömu upphæð. Hækkunin í báðum verslunum er 16,5%.
Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda, naut.is, og er haft eftir Dairy Industry Newsletter í Bretlandi. Síðdegis í dag sé verð á nýmjólkurlítra í verslun Krónunnar á Bíldshöfða 73 kr. Nýmjólkin sé því ódýrari hér á landi en í Bretlandi.