Þrjár Boeing-þotur leggja upp frá Egilsstaðaflugvelli á miðnætti í nótt og halda beina leið til Tallin í Eistlandi. Heildarfjöldi farþega verður 378, og er þetta fjölmennasta flug sem farið hefur verið frá Egilsstöðum, segir í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni Trans-Atlantic á Akureyri.
Skrifstofan „hefur nú um nokkurt langt skeið sérhæft sig meðal annars í hópferðum fyrir fyrirtæki og stofnannir erlendis, en ferðaskrifstofan er jafnframt sú eina sem stendur fyrir nokkuð reglubundu flugi frá 3 flugvöllum hérlendis þ.e. frá Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum.“
„Stærsti hópurinn af þessum farþegum er starfsmannaferð frá Síldarvinnslunni á Neskaupsstað eða um 317 manns, auk smærri starfsmannahópa frá öðrum fyrirtækjum sem og hefðbundum farþegum. Ferðaskrifstofan stendur jafnframt fyrir GALA kvöldi á vegum Síldarvinnslunnar í Tallinn borg sem fer fram á laugardagskvöldi komandi.“