Vilja fund um fréttir af Geysi Green Energy

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Birkir J. Jónsson, alþingismaður, sendu í dag formönnum iðnaðar- og félagsmálanefnda bréf með tilmælum þess efnis að haldinn verði, hið fyrsta, sameiginlegur fundur nefndanna til að ræða fréttir af breytingum á eignarhaldi Geysis Green Energy.

Fram hefur komið að erlend fyrirtæki eigi í viðræðum um kaup á allt að þriðjungshlut í Geysi Green Energy en síðarnefnda fyrirtækið á hlut í Hitaveitu Suðurnesja.

Þeir Guðni og Birkir vilja skoða þetta mál í ljósi lögbundinna verkefna sveitarfélaga og að almenn endurskoðun lagarammans fari fram auk mats á þeim breytingum sem breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækja kunni að hafa í för með sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert