Vímuefnanotkun unglinga á Vestfjörðum minnkar

Í nýútkominni skýrslu sem Rannsóknir og greining ehf. hefur birt, kemur fram að vímuefnanotkun á unglingastigi grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum hefur minnkað. Í skýrslunni er athyglinni beint að högum og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum.

Horft er til neyslu ungmenna á tóbaki, áfengi og ólöglegum vímuefnum og þær niðurstöður bornar saman við stöðu mála annars staðar á landinu. Einnig eru teknir til skoðunar áhættuþættir og verndandi þættir sem snerta félagslegt umhverfi ungmenna.

Fram kemur í skýrslunni að mikið hafi dregið úr reykingum unglinga á norðanverðum Vestfjörðum á síðastliðnu ári, sem og neftóbaks- og áfengisneyslu. Hassneysla ungmenna á norðanverðum Vestfjörðum er áþekk landsmeðaltali, um 6% níundubekkinga hafa prófað hass einhvern tíma um ævina og um 7% tíundubekkinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert