3.784 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins fyrstu 6 mánuði ársins

Fyrstu sex mánuði ársins fluttust 3.784 erlendir ríkisborgarar til landsins. Þetta er álíka há tala og undanfarin tvö ár. Aftur á móti eru brottfluttir útlendingar heldur fleiri nú en verið hefur eða 1.138 talsins. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands um búferlaflutninga til og frá landinu.

Í íbúaskrá eru færðir þeir útlendingar sem fá dvalarleyfi hér á landi í sex mánuði eða meira. Rétt er að hafa í huga að nokkur töf getur orðið á því að útlendingar sem fá dvalarleyfi séu skráðir í íbúaskrá og að sama skapi getur dregist að þeir einstaklingar sem flytjast af landi brott séu felldir úr íbúaskrá.

Fremur litlar breytingar hafi orðið á umfangi búferlaflutninga innanlands. Hinsvegar hafa orðið miklar breytingar á búferlaflutningum til og frá Íslandi á undanförnum misserum. Flutningstíðni í millilandaflutningum er nú afar há, hvort sem litið er til reynslu annarra landa eða til fyrri tímabila hér á landi, að því er segir á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert