Á fjórða hundrað ökumanna ók of hratt

322 öku­menn eiga nú sekt yfir höfði sér fyr­ir að aka yfir ólög­leg­um hraða á Bú­staðavegi í gær og fyrra­dag. Brot þeirra náðust á lög­gæslu­mynda­vél en hinir brot­legu óku að jafnaði á liðlega 74 km hraða þar sem há­marks­hraði er 60 km.

Að sögn lög­regl­unn­ar mæld­ist fjöru­tíu og einn ökumaður á yfir 80 og tveir á yfir 90. Mynda­vél­in var á gatna­mót­um Bú­staðaveg­ar og Flug­vall­ar­veg­ar. Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið Bú­staðaveg í vest­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert