Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn lítið í sjö ár

Atvinnleysi hefur ekki verið jafnlítið í sjö ár
Atvinnleysi hefur ekki verið jafnlítið í sjö ár mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Skráð at­vinnu­leysi í ág­úst 2007 var 0,9% sem er sama hlut­fall og í júlí. Skráð at­vinnu­leysi í ág­úst 2007 var 0,9% eða að meðaltali 1.476 manns sem eru 102 færri en í júlí sl. og minnkaði um 6,5% milli mánaða. At­vinnu­leysi er um 24% minna en á sama tíma fyr­ir ári þegar það var 1,2%. Í Veg­vísi Lands­bank­ans seg­ir að at­vinnu­leysi hafi ekki verið jafn­lítið síðan haustið 2000.

Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar kem­ur fram að yf­ir­leitt batn­ar at­vinnu­ástand milli ág­úst og sept­em­ber. Ólík­legt er þó að at­vinnu­leysi minnki enn frek­ar þegar það er orðið þetta lítið og því má bú­ast við svipuðu at­vinnu­leysi í sept­em­ber og er nú.

At­vinnu­leysi á höfuðborg­ar­svæðinu minnkaði um 86 eða um 10% en á lands­byggðinni minnkaði það um 16 eða 2,5% milli mánaða. At­vinnu­leysi kvenna mæld­ist 1,2% og karla 0,6%. Um 13% at­vinnu­lausra í ág­úst var ungt fólk á aldr­in­um 16-24 ára, en um 14% í júlí sl. Fjöldi þeirra sem hafa verið á skrá í inn­an við 3 mánuði minnkaði úr 823 í júlí í 709 í ág­úst. Þeim sem verið hafa á skrá leng­ur en 6 mánuði fækkaði úr 599 í júlí í 557 í ág­úst.

Gef­in voru út 77 ný at­vinnu­leyfi í ág­úst til íbúa utan hins Evr­ópska efna­hags­svæðis. Ný­skrán­ing­ar rík­is­borg­ara frá nýju ríkj­um ESB voru 757, og þeir sem voru áður með leyfi voru 298 eða sam­tals 1.055.

Skýrsla Vinnu­mála­stofn­un­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka