DV útgáfufélag ehf. hleypir á morgun af stokkunum nýjum sjálfstæðum fjölmiðli á netinu, dv.is. Ritstjóri er Guðmundur Magnússon.
Segir í tilkynningu að lögð verði áhersla á að vefurinn sé gagnvirkur og efnið sé ekki aðeins samið af ritstjórn heldur einnig notendum sem geti sent inn fréttir, ljósmyndir og myndbönd og sagt skoðun sína á öllu efni sem birt er.