Færðir í athvarf og sóttir af foreldrunum

Heimir Ríkarðsson
Heimir Ríkarðsson
Eftir ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Eftir að hverfislögreglan í Breiðholti fór að láta foreldra sækja börn og unglinga, sem voru úti á kvöldin eftir að útivistartíma lauk, í sérstakt athvarf á lögreglustöðinni batnaði ástandið gríðarlega, að sögn Heimis Ríkarðssonar aðalvarðstjóra.

„Það er ekki skemmtilegt fyrir foreldrana að þurfa að koma hingað auk þess sem okkur ber að tilkynna barnaverndaryfirvöldum um öll afskipti af börnum yngri en 18 ára," segir Heimir.

Svæðislögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sinna sérstökum athvarfsvöktum, sem eru í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð og þjónustumiðstöðvar, einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. „Við hér í Breiðholtinu höfum auk þess fjölgað eftirlitsferðum hverfislögreglumanna gagngert til þess að sjá til þess að útivistartíminn sé virtur öll kvöld," greinir Heimir frá.

Nánar í Blaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert