Þegar veður fór að ganga niður í Húnaþingi upp úr hádegi í dag og fjöllin voru að mestu búin að hrista af sér úrkomuhuluna blasti sú blástaðreynd við mönnum, að haustið er komið með sinn hvíta lit í fjöll og fyrsta hvíta línan á fjallvegum norðvestanlands þetta haustið hefur verið dregin inn á kort Vegagerðarinnar.
Það er hinn nýi vegur yfir Þverárfjall sem hlotnaðist þessi heiður. Líkast til verður kalt hjá gangnamönnum, sem fara í eftirleitir á morgun en þeir geta þó þakkað fyrir að hafa ekki verið að störfum í dag.