Stormurinn gerir vart við sig

Mjög hvasst er á Kjalarnesi og varað er við sterkum vindhviðum í Kollafirði. Vænta má að stormurinn geri vart við sig í höfuðborginni á hverri stundu. Á Austurlandi er ófært er yfir Hellisheiði eystri og Öxarfjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun en búist er við stormi víða um land í dag með norðan 18 til 22 metra á sekúndu.

Á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og á Eyrarfjalli hefur myndast krapi og eru vegfarendur sem eru á ferð á þessum svæðum beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Hálkublettir eru á Mývatnsheiði og á Hólasandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert