Strokufangi fundinn

Sigurður Júlíus Hálfdánarson, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi árið 1998 fyrir manndráp af ásettu ráði, lét sig hverfa frá áfangaheimili Verndar, á Laugateig 19, á sunnudag. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í fréttum RÚV í morgun var greint frá því að hann hafi verið handtekinn seint í gærkvöld.

Sigurður var dæmdur ásamt tvíburabróður sínum fyrir að drepa mann á hrottalegan hátt í Heiðmörk aðfararnótt 2. október 1997. Bróðir hans var dæmdur í 12 ára fangelsi. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka