Hraðamyndavélar á Vesturlandi taka ekki myndir af ökutækjum með aftanívagna sem keyra á 80 til 90 kílómetra hraða. Hámarkshraði ökutækja með aftanívagn er 80 kílómetrar á klukkustund. Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun við þjóðveg 1 í Hvalfjarðarsveit í sumar og hafa þær skilað umtalsverðum árangri. Í ágúst síðastliðnum voru liðlega 1.300 ökumenn myndaðir við of hraðan akstur.
Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi, segir að vélarnar séu stilltar á 99 km hraða. „Við náum því ekki þeim sem brjóta af sér á lægri hraða, eins og bílum með aftanívagna."
Nánar í Blaðinu