Fjöldi sleppur við hraðasektir

Hraðamyndavél
Hraðamyndavél
Eft­ir Frey Rögn­valds­son - freyrr@bla­did.net

Hraðamynda­vél­ar á Vest­ur­landi taka ekki mynd­ir af öku­tækj­um með aft­anívagna sem keyra á 80 til 90 kíló­metra hraða. Há­marks­hraði öku­tækja með aft­anívagn er 80 kíló­metr­ar á klukku­stund. Tvær hraðamynda­vél­ar voru tekn­ar í notk­un við þjóðveg 1 í Hval­fjarðarsveit í sum­ar og hafa þær skilað um­tals­verðum ár­angri. Í ág­úst síðastliðnum voru liðlega 1.300 öku­menn myndaðir við of hraðan akst­ur.

Ólaf­ur Guðmunds­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Snæ­fellsnesi, seg­ir að vél­arn­ar séu stillt­ar á 99 km hraða. „Við náum því ekki þeim sem brjóta af sér á lægri hraða, eins og bíl­um með aft­anívagna."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka