Íslenska vatnið sigraði í alþjóðlegri samkeppni

Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Glacial.
Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Glacial. mbl.is/Jón H. Sigmundsson

Íslenski vatns­fram­leiðand­inn Icelandic Glacial sigraði í sam­keppni um ár­leg verðlaun, sem veitt eru fyr­ir vatns­fram­leiðslu í heim­in­um. Úrslit­in voru kynnt á á alþjóðlegri ráðstefnu vatns­fram­leiðenda í Mexí­kó­borg í gær­kvöldi.

Icelandic Glacial var ásamt hinum fyr­ir­tækj­un­um tveim­ur til­nefnt í flokkn­um „besta fram­tak til sjálf­bærni" en um­hverf­is­mál og sjálf­bærni voru meg­inþemu ráðstefn­unn­ar í Mexí­kó. Meðal annarra fyr­ir­tækja, sem til­nefnd voru í þess­um flokki, voru Coca Cola, Ne­slé og Dano­ne vegna sér­verk­efna á þessu sviði.

Á frétta­vefn­um Bev­net.com er haft eft­ir Jóni Ólafs­syni, stjórn­ar­for­manni Icelandic Glacial, að hann sé afar ánægður með að fyr­ir­tækið hljóti þessi verðlaun og fái viður­kenn­ingu fyr­ir vist­væn­ar fram­leiðsluaðferðir. Seg­ist Jón vona, að aðrir í þess­um iðnaði muni fylgja í fót­spor fyr­ir­tæk­is­ins og grípi til aðgerða til að bæta um­hverfið og um­heim­inn.

Icelandic Glacial hlaut í júní sl. vott­un frá Car­bonN­eutral sam­tök­un­um í Banda­ríkj­un­um fyr­ir áætl­un um ráðstaf­an­ir til kol­efnis­jöfn­un­ar. Þar á meðal er notk­un vist­vænna orku­gjafa á borð við jarðvarma og raf­magn frá vatns­afls­virkj­un­um í verk­smiðju, sem fé­lagið ætl­ar að reisa í Ölfusi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert