Íslenska vatnið sigraði í alþjóðlegri samkeppni

Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Glacial.
Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Glacial. mbl.is/Jón H. Sigmundsson

Íslenski vatnsframleiðandinn Icelandic Glacial sigraði í samkeppni um árleg verðlaun, sem veitt eru fyrir vatnsframleiðslu í heiminum. Úrslitin voru kynnt á á alþjóðlegri ráðstefnu vatnsframleiðenda í Mexíkóborg í gærkvöldi.

Icelandic Glacial var ásamt hinum fyrirtækjunum tveimur tilnefnt í flokknum „besta framtak til sjálfbærni" en umhverfismál og sjálfbærni voru meginþemu ráðstefnunnar í Mexíkó. Meðal annarra fyrirtækja, sem tilnefnd voru í þessum flokki, voru Coca Cola, Neslé og Danone vegna sérverkefna á þessu sviði.

Á fréttavefnum Bevnet.com er haft eftir Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni Icelandic Glacial, að hann sé afar ánægður með að fyrirtækið hljóti þessi verðlaun og fái viðurkenningu fyrir vistvænar framleiðsluaðferðir. Segist Jón vona, að aðrir í þessum iðnaði muni fylgja í fótspor fyrirtækisins og grípi til aðgerða til að bæta umhverfið og umheiminn.

Icelandic Glacial hlaut í júní sl. vottun frá CarbonNeutral samtökunum í Bandaríkjunum fyrir áætlun um ráðstafanir til kolefnisjöfnunar. Þar á meðal er notkun vistvænna orkugjafa á borð við jarðvarma og rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum í verksmiðju, sem félagið ætlar að reisa í Ölfusi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert