Landsnet: Skoða þarf forsendur Grindavíkurbæjar

mbl.is/Einar Falur

Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, fram­kvæmda­stjóri kerf­is­stjórn­ar hjá Landsneti, seg­ir að þar á bæ hafi menn ekki fengið fregn­ir af fundi skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, þar sem há­spennu­lín­um í lofti er hafnað nema meðfram lín­um sem fyr­ir eru. Því seg­ir Guðmund­ur að ekki sé hægt að svara því hvaða áhrif þetta hafi á lagn­ingu há­spennu­lína fyr­ir ál­verið í Helgu­vík.

Beiðni Landsnets um breyt­ingu á aðal- og deili­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins var tek­in fyr­ir í gær og kom þar fram að frek­ari há­spennu­lín­ur í lofti verði ekki leyfðar í sveit­ar­fé­lag­inu nema meðfram þeim sem fyr­ir eru.

Guðmund­ur seg­ir að málið sé í ferli og skoða verði viðbrögð sveit­ar­fé­lag­anna, setj­ast niður með þeim og reyna að kom­ast að lausn í mál­inu. Guðmund­ur seg­ir að ef jarðstreng­ur sé eini kost­ur­inn verði að at­huga það mál vand­lega, þar sem veru­leg­ur auk­inn kostnaður fylgi þeim, fimm til tíu sinn­um meiri en loftlín­um, miðað við þá flutn­ings­spennu sem um er að ræða.

Á vefsíðu Land­vernd­ar eru vanga­velt­ur um það hvort fyr­ir­ætlan­ir um ál­ver í Helgu­vík séu í upp­námi vegna ákvörðunar Grinda­vík­ur­bæj­ar þar sem Sand­gerðis­bær hafi í vor hafnað há­spennu­lín­um fyr­ir ál­verið og að bæj­ar­ráð Voga hafi neitað að taka af­stöðu til val­kosta Landsnets, þar sem jarðstreng­ur var ekki í boði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert