Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Lyfjum og heilsu

Lyf og Heilsa við Hringbraut
Lyf og Heilsa við Hringbraut mbl.is/Sverrir

Samkvæmt heimildum mbl.is hóf Samkeppniseftirlitið aðgerðir á skrifstofum lyfjaverslanakeðjunnar Lyfja og heilsu nú í morgun. Hjá Lyfjum og heilsu fengust þær upplýsingar að ekki yrði rætt við fjölmiðla að svo stöddu en að yfirlýsing frá fyrirtækinu yrði gefin út síðar í dag.

Í ársriti Samkeppniseftirlitsins sem gefið var út þann 30. ágúst sl. kemur fram að Samkeppniseftirlitið hefur lagt áherslu á athuganir á lyfjamarkaði. Þar megi einkum nefna ákvörðun eftirlitsins frá síðasta ári um að banna samruna Lyfja og heilsu og Lyfjavers. Ákvörðunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun eftirlitsins í úrskurði síðar á árinu 2006. Kemur fram í ákvörðunarorðum eftirlitsins að samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf og heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega 80% markaðshlutdeild af allri lyfjasmásölu í landinu. Kom jafnframt fram að ef umræddur samruni hefði gengið eftir hefði þessi staða orðið enn alvarlegri í samkeppnislegu tilliti og til þess fallin að raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert