Mildi þykir að ekki hafi orðið stórslys þegar sendibíll fór útaf veginum við Efri Staf á Fjarðarheiði, í mikilli hálku í gær. Töluvert snjóaði á Fjarðarheiði í illviðrinu í gær og myndaðist mikil hálka á veginum, enda vegurinn í yfir 600 metra hæð. Þar sem sendibílinn fór út af veginum er gil við Gljúfurfoss á hægri hönd og vegrið ekki fyrir hendi.
Bílinn rann hinsvegar stjórnlaust inn úr beygunni og lenti á grjóthafti í skurði sem verktakar IOV hafa grafið fyrir vatnspípunni í nýja Fjarðarárvirkjun.