Sporna á við kynferðisofbeldi á skemmtistöðum borgarinnar

Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að setja á laggirnar starfshóp sem ætlað er að kynna sér öryggismál á og við skemmtistaði borgarinnar og koma með tillögur sem sporna gegn kynferðisofbeldi. Hópurinn leiti samstarfs og álits hlutaðeigandi aðila og skili niðurstöðum 15. nóvember 2007.

Í framhaldi af þessari samþykkt mun mannréttindanefndin kalla til samstarfs við starfshópinn, sem skipa þrír pólitískir fulltrúar, fulltrúa frá lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Sambandi veitinga- og gistihúsaeiganda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert