Útlendir fjárfestar borgi auðlindagjald

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson
Eftir Þórð Snæ Júlíusson - thordur@bladid.net

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill að þeir sem nýta náttúruauðlindir greiði fyrir það sérstakt auðlindagjald. „Mér finnst persónulega að það eigi að vera regla að hver sá sem nýtir þjóðarauðlind eigi að greiða rentu fyrir hana. Hver svo sem það er þá finnst mér það algjört grundvallaratriði. Það er táknrænt gjald fyrir nýtingarréttinn á þjóðareigninni."

Björgvin tilkynnti fyrr í vikunni að hann ætli að láta skipa nefnd til að endurskoða lög um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri hérlendis. Samhliða þeirri endurskoðun vill hann tryggja eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskrá.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert