Áhyggjur af vatnsbólunum

Olíumengaður jarðvegur hefur verið fluttur á Hólmsheiði.
Olíumengaður jarðvegur hefur verið fluttur á Hólmsheiði. mbl.is/Kristinn
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur - arndis@bladid.net
Sigurður Þórðarson, gæðastjóri fyrir framleiðslu á Icelandic Spring vatninu sem Ölgerðin framleiðir, er forviða yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar við losun olíumengaðs jarðvegs úr Nauthólsvík á Hólmsheiði. Blaðið sagði frá málinu í gær en til stendur að hreinsa jarðveginn á losunarstaðnum samkvæmt kröfum Hollustuverndar.

Sigurður er einn af mörgum sem óttast að jarðvegurinn mengaði sé alvarleg ógn við hið tæra vatn sem Íslendingar hafa notið frá örófi alda, enda er losunarstaður jarðvegsins ekki langt frá vatnsverndarsvæði.

„Við erum að selja Icelandic Spring sem hágæðavatn á alþjóðamarkaði og byggjum á ákveðinni ímynd Íslands og íslensks vatns. Ölgerðin fær erlenda gesti nálega í hverri einustu viku og þeir falla iðulega í stafi yfir góðum frágangi við vatnsbólin hérna í Reykjavík. En ef þeir spyrja um aðra umgengni þá verður maður annað hvort að þegja eða ljúga! Það er ótrúlegt að verið sé að taka sénsa með þessar auðlindir," segir Sigurður.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert