Allt um leikhúsin á sama stað

Fulltrúar íslensku sviðslistastofnananna og forstjóri Árvakurs við undirritun samningsins í …
Fulltrúar íslensku sviðslistastofnananna og forstjóri Árvakurs við undirritun samningsins í gær. mbl.is/Frikki
Eft­ir Sig­ríði Víðis Jóns­dótt­ur sigridurv@mbl.is

Hug­mynd­in með sam­starf­inu er að neyt­end­ur geti nýtt sér þjón­ustu Morg­un­blaðsins og mbl.is til að velja úr þeim fjöl­mörgu söng-, óperu-, dans- og leik­sýn­ing­um sem í boði eru á ári hverju. Að samn­ingn­um standa Þjóðleik­húsið, Borg­ar­leik­húsið, Leik­fé­lag Ak­ur­eyr­ar, Íslenski dans­flokk­ur­inn, Íslenska óper­an, Land­náms­setrið og Sjálf­stæðu leik­hús­in sem alls eru 57 sjálf­stæðir leik­hóp­ar.

Sýn­ing­ar úr fel­um

„Við erum með yfir 300.000 áhorf­end­ur á ári, sem skipt­ir máli að þjón­usta. Með þessu geta áhorf­end­ur farið á einn stað og fundið upp­lýs­ing­ar um all­ar sýn­ing­ar sem í boði eru. Það er nátt­úr­lega mjög mikið að á þessu litla landi skuli á hverju ári vera frum­sýnd­ar um 80 leik­sýn­ing­ar á at­vinnu­grund­velli," seg­ir hann.

Gunn­ar bend­ir á að mikið af leik­sýn­ing­um hafi verið í fel­um fram að þessu, til dæm­is far­and­sýn­ing­ar. Hann seg­ir mik­inn kostnað hafa fylgt því að veita áhorf­end­um grunnupp­lýs­ing­ar, svo sem klukk­an hvað sýn­ing­ar séu. Með sam­starf­inu verði all­ir hins veg­ar sjá­an­leg­ir, einnig litlu leik­hús­in. Gunn­ar bend­ir á að þegar all­ar upp­lýs­ing­ar séu komn­ar á einn stað skap­ist ný tæki­færi.

„Það er mikið sókn­ar­færi að tengja þetta við Netið, sér­stak­lega gagn­vart yngra fólki. Net­notk­un er að breyt­ast mjög mikið. Sam­vinna prent­miðils­ins og net­miðils­ins er líka mjög mik­il­væg," seg­ir hann.

Vef­ur­inn er framtíðin

„Ég held að leik­hús­in hljóti að græða á þess­ari sam­vinnu. Það sem Morg­un­blaðið hef­ur sett upp fyr­ir okk­ur á vefn­um gef­ur óend­an­lega mögu­leika. Vef­ur­inn er framtíðin og þetta er bæði neyt­end­um og leik­hús­um til hags­bóta," seg­ir Júlía.

Slóðin á leik­húsvef mbl.is er http://​www.mbl.is/​mm/​folk/​leikh/.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka