Ungur drengur var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi í gær eftir að hafa hjólað ofan í skurð við Kambahraun í Hveragerði. Drengurinn var með reiðhjólahjálm og er talið að hann hafi bjargað miklu en þó skarst drengurinn mikið í andliti en andlit hans lenti á malbiksbrún.
Þetta kemur fram á fréttavef félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu. Þar segir að verið sé að grafa fyrir hitaveitulögnum í Kambahrauninu og merkingum og lokunum í kringum skurðina hafi veirð verulega ábótavant. Sé talið að það hafi átt þátt í slysinu.