„Það er óumdeild skylda ríkisvaldsins að sjá til þess að innihaldslýsingar á matvælum séu skráðar og helst á móðurmálinu. Okkur finnst það ekki öfgar af neinu tagi. Síðan þarf einhver eftirlitsaðili að fylgjast með því að innihaldslýsingarnar séu sannleikanum samkvæmar," segir Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækningafélags Íslands.
Að sögn Gunnlaugs er innfluttum vörum oft umpakkað hér á landi, einkum landbúnaðarvörum. „Það fylgist enginn með því að merkingarnar séu réttar. Við erum ekki að segja að vörurnar séu hættulegar en fólk á rétt á að vita hvað það er að kaupa."
Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.